Fara í efni  

Írskir dagar - dagskrá fimmtudags

Dagskráin er birt með þeim fyrirvara að vegna aðstæðna gæti þurft að gera breytingar eða í henni kunna að leynast villur.
Dagskráin verður uppfærð á þessari síðu þegar breytingar munu koma upp.

13:30 Setning Írskra daga 2017 við Akratorg

14:00 - 15:00 Bókasafn Akraness
Heimsókn Sögubílsins Æringja. Sóla sögukona segir frá.

16:00 - 17:30 Grillveisla Húsasmiðjunnar
Hin árlega grillveisla Húsasmiðjunnar er fyrir löngu orðin fastur liður á hátíðinni. Það er tilvalið að líta við og fá sér eina með öllu.

17:00 - 19:00 Garðakaffi, opnun myndlistasýningar
Sólveig Sigurðardóttir, Sissa, heldur myndlistasýninguna Heimahagarnir á Garðakaffi. Samhliða sýningunni verður spákona á staðnum sem spáir í spil og bolla fyrir gesti og gangandi.

17:30 - 19:00 Bókmenntaganga – Akranes heima við hafið
Bókmenntagangan hefst við Akratorg. Gengið verður um gömlu byggðina á Akranesi með nokkrum áningum. Félagar í Skagaleikflokknum og bæjarbókavörður segja frá og rifja upp endurminningar Baska (Bjarna Skúla Ketilssonar) eins og þær birtast í bók hans. Gangan tekur rúma klukkustund og endar á kaffihúsinu Lesbókinni við Akratorg með tónlistaratriði.

18:00 Hjólarallý MODEL og VODAFONE fyrir alla krakka 4-12 ára
Frá upphafi Írskra daga hafa Model og Vodafone verið virkir þátttakendur í dagskrá þeirra og staðið fyrir dorgveiðikeppni. Nú stíga þau fram og sýna á sér nýja hlið með því að halda hjólarallý fyrir börn á aldrinum 4-12 ára. Öll börn sem taka þátt fá  viðurkenningu fyrir þátttöku. Auk þess verður happadrætti og vinningarnir ekki af verri endanum.

Staðsetning: Planið hjá Þjóðbraut 1 og stóra malarplanið við hliðina.

Skráning: Þátttakendur skrái sig  í Model í síðasta lagi 27. júní.

20:00 Kvöldopnun í verslunum bæjarins
Kvöldopnun í verslunum bæjarins þar sem boðið verður upp á ýmis tilboð.

20:00 Ljóð og lög í Guðnýjarstofu
Kalmanskórinn á Akranesi flytur valda kórtónlist upp úr söngheftunum Ljóð og lög sem Þórður Kristleifsson tók saman og gaf út á árunum 1939-1949. Gullmolar sem flestir þekkja en sjaldan heyrast. 

20:00-22:00 Tónleikar í Dularfullu búðinni
Oran Mór - Hið mikla lag lífsins. Kynnir er Skorsteinn, ekta keltnesk tónlsit.

20:30 Tónleikar á Lesbókin Café
Kalli Hallgríms og Gunnar Sturla flytja hressa og ljúfa tóna fram eftir kvöldi og leiða okkur inn í Írska daga.

21:00 Lifandi tónlist á Gamla Kaupfélaginu, frítt inn

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00