Fara í efni  

Hafið í dropanum // Rannveig Björk Gylfadóttir (Rannsý)

Hafið í dropanum

„Þú ert ekki bara dropi í hafinu heldur allt hafið í einum dropa“

(You are not just one drop in the ocean, but the entire ocean in one drop) - Rumi

 

Rannveig Björk Gylfadóttir (Rannsý) hefur síðustu árin verið að þróa sig áfram með ljósmyndaformið, en hún er nemandi í skapandi ljósmyndun í Ljósmyndaskólanum á Granda í Reykjavík. Hún heldur á Vökudögum fyrstu einkasýningu sína, í sal á Breið, 2. hæð. Sýningin inniheldur mest abstrakt-ljósmyndaverk, sem öll tengjast vatni, þá langmest hafinu og ströndinni og um leið okkur mannfólkinu. Sýningin fjallar um eitt og annað sem er henni ofarlega í huga og sem hún notar sem viðfangsefni; hvernig allt óhjákvæmilega flæðir og tengist en er um leið hverfult. Rannveigu finnst tilvalið að halda sýninguna hér í fallega sjávarbænum Akranesi á Vökudögum, bæ sem henni þykir mjög vænt um og þar sem hún bjó í 18 ár með fjölskyldunni, sem býr hér og starfar að hluta til enn.

Opnun er fimmtudaginn 23. október klukkan 18. Við opnunina verða nokkur tónlistaratriði og léttar veitingar verða í boði. Sýningin mun standa til 2. nóvember.

Sýningin er hluti af Listagöngunni.

Allir boðnir hjartanlega velkomnir.

Netfang: rannsy.bjork@gmail.com

Heimasíða: https://www.rannsybjorkmindfulphotos.com/

Hér má finna verk Rannsýar til sölu: https://apolloart.is/collections/rannveig-bjork-rannsy

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00