Fara í efni  

Ganga um Grunnafjörð - lýðheilsugöngur 2019

Akraneskaupstaður og Íþróttabandalag Akranes í samstarfi við Ferðafélag Íslands endurtaka leikinn frá síðasta ári og bjóða upp á lýðheilsugöngur alla miðvikudaga í september. Frábærir sjálfboðaliðar leiða göngurnar og verður frítt í sund að loknum göngum fyrir göngugarpa.  Göngurnar hefjast alltaf kl. 18:00 og er tilgangur þeirra að hvetja fólk til útivistar og hreyfingar í góðum félagsskap og efla þar með heilsu sína og lífsgæði. Mikilvægt er að klæða sig eftir veðri og taka með sér vatn í brúsa. Börn skulu ávallt vera í fylgd með fullorðnum.

Miðvikudagurinn 25. september
Vallanes í landi Hvítaness við Grunnafjörð - Upphaf göngu hjá Vallanesi kl. 18:00. 
Við mynni Grunnafjarðar er bærinn Hvítanes. Utan og neðan við Hvítanes eru skemmtilegar sandfjörur sem gaman er að ganga um. Grunnifjörður er friðlýstur og samþykktur sem Ramsar svæði. Mikið fuglalíf er þarna árið um kring. Genginn verður 3 til 4 km. hringur. Þetta er létt ganga við allra hæfi og tekur 1-1½ klst. Gönguna leiða Elís Þór Sigurðsson og Hjördís Hjartardóttir 

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00