Fóa og Fóa feikirófa
Vökudagar
Hvenær
26. október kl. 12:00-15:00
Hvar
Leikskólinn Garðasel, Asparskógar 25
Verð
Frítt inn
Umskiptingar bjóða ykkur velkomin í undraheim Töfrabókanna. Þegar bókin er opnuð birtist heillandi heimur og sagan lifnar við. Töfrabækurnar er brúðuleikhús fyrir yngstu kynslóðina. Nú er komið að sögunni um skessurnar Fóu og Fóu Feykirófu en hún fjallar um það þegar Fóa Feykirófa rekur Fóu úr hlýja, fallega hellinum sínum og sest þar sjálf að. Fóa veit ekki hvað skal til bragðs taka en vinir hennar, lambið, kindin, sauðurinn og hrúturinn bjóða öll fram hjálp sína að ná honum til baka. Það gengur þó ekki áfallalaust fyrir sig.
Tveir leikarar stjórna brúðum og sjá um allan leik og lifandi tónlistarflutning.
Þess má geta að sýningarnar eru ávallt afslappaðar þar sem kveikt er í salnum, ekki er notast við hljóðkerfi fyrir tal né tónlist og áhorfendum er velkomið að fara afsíðis af þau þurfa að hvíla sig. Þetta er því einstaklega aðgengilegt sem fyrsta leikhúsupplifun barna.
Ekki láta þessa frábæru sýningu framhjá ykkur fara - Takmarkað pláss en tvær sýningar í boði!
Sýnt verður í Stóra Salnum Garðaseli kl 12:00 og 13:30.
Klukkið ykkur miða hér: https://forms.office.com/e/zwW2xd76WZ
Enginn aðgangseyrir





