Fluguhnýtingakvöld á Vökudögum

Fluguhnýtingarfélag Vesturlands sem stofnað verður opinberlega laugardagskvöldið 4. október mun standa að sínu fyrsta verkefni og mun halda opið fluguhnýtingarkvöld sem hluta af opnunar dagskrá Vökudaga á Akranesi 2025.
Viðburðurinn mun fara fram í Keilusalnum á Akranesi og mun hópur fluguhnýtara vera á staðnum að hnýta flugur og svara öllum mögulegum spurningum gesta. Gestum gefst þarna tækifæri til að sjá hvernig fluguhnýtingar fara fram og að kynna sér þetta frábæra áhugamál.
Við fáum til okkar frábæran gest sem margir þekkja til, en það er hann Ívar Örn Hauksson sem heldur úti rás á Youtube sem birtir reglulega kennslumyndbönd í hnýtingum á ákveðnum flugum og sínir ferli hverrar flugu frá A-Ö. Kennslumyndbönd Ívars eru vinsæl bæði hér á Íslandi sem og erlendis og hefur Ívar birt yfir 430 myndbönd sem margir notfæra sér.
Ívar mun á þessu fluguhnýtingar kvöldi hnýta og kenna tvær ákveðnar flugur og við hvetjum alla sem hafa áhuga á að kynna sér fluguhnýtingar að koma og vera með, eins og alltaf þá eru allir hjartanlega velkomnir og það myndast ávallt gott og skemmtilegt andrúmsloft á okkar viðburðum.