Dansfjör með Tinnu á Vökudögum
Vökudagar
Hvenær
26. október kl. 13:30-16:15
Hvar
Þorpið, Þjóðbraut 13
Skagamærin Tinna Björg Jónsdóttir ætlar að bjóða upp á skemmtilegt dansnámskeið í Þorpinu sunnudaginn 26. október.
Tinna byrjaði að æfa dans hjá Dansstúdío World Class árið 2022 og síðan þá hefur hún tekið þátt í fullt af skemmtilegum verkefnum í dans heiminum.
,,Ég hef t.d dansað með Herra Hnetusmjör á söngvakeppninni, dansað með VÆB í krakka skaupinu, dansað í fullt af auglýsingum, tekið þátt í Danskeppni Samfés og unnið, farið í dans ferð erlendis og svo margt fleira."
Tinna ætlar að kenna skemmtilega Commercial kóreógrafíu við geggjaða tónlist, hún lofar sko stuði og hlakkar mikið til að dansa með ykkur!
Um er að ræða þrjá aldurshópa!
13:30 - 14:15 (5-8 ára)
14:30 - 15:30 (9-12 ára)
15:45 - 16:15 (13 ára+)
13:30 - 14:15 (5-8 ára)
14:30 - 15:30 (9-12 ára)
15:45 - 16:15 (13 ára+)
Skráning hér: https://forms.office.com/e/hq89crgJrX





