Allt í einu // Silja Sif

Það verður ýmislegt um að vera í galleríinu hjá Bjarna og Ástu - Það verður opið Gallerí og Bjarni heldur sýningu um Bínu Bálreiðu.
Bækurnar um Bínu bálreiðu hafa allar selst upp og notið mikilla vinsælda. Þær eru í senn þroskandi og skemmtilegar og skrifaðar af einum þekktasta talmeinafræðingi landsins, Grafarvogsbúanum Ásthildi Bj. Snorradóttur.
Hinar fjölmörgu og frábæru myndir í bókunum eru hins vegar ættaðar af Akranesi og eru málaðar af snillingnum Bjarna Þór Bjarnasyni, fyrrum bæjarlistamanni á Skaganum. Myndirnar eru sannkölluð listaverk.
Elín Dögg sýnir prentverk ,,óorð - Óður til óþægilegra orða". Börn af leikskólanum Vallarseli mæta og syngja Bínulagið.
Hvetjum öll áhugasöm til að líta við í galleríð hans Bjarna í miðbænum - Einum af okkar fremsta Listafólki á Akranesi.