Fara í efni  

Þjónusta við öryrkja

Akraneskaupstaður veitir íbúum fjölbreytta þjónustu á ýmsum sviðum um flesta þá þætti er lúta að daglegu lífi fólksins í bænum. Hér má nálgast upplýsingar um ýmislegt er snýr að þjónustu við öryrkja, s.s. félagsstarf, félagslega aðstoð, félagslega ráðgjöf, upplýsingar um málefni fatlaðra, upplýsingar um endurhæfingu og atvinnu með stuðningi.

Félagsstarf

Akraneskaupstaður stendur fyrir félagsstarfi að Dalbraut 4, 300 Akranesi fyrir aldraða og öryrkja. Almenn handavinna er í boði svosem leir og gler. Einnig mósaík, skartgripagerð og fleira sem er auglýst sérstaklega. Á fésbókarsíðu félagsstarfsins er starfið kynnt reglulega. Hér er aðgangur að síðunni.

Endurhæfingarhúsið Hver

Á vegum endurhæfingarhússins Hver er einnig félagsstarf en öryrkjar eru velkomnir þangað á mánudögum, þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum frá kl. 09:00 - 15:30 og á föstudögum kl. 10:00 - 14:00. Þar er hægt að velja sér tómstundaverkefni, fara í tölvu, lesa blöðin og fá sér kaffi í notalegu umhverfi. Endurhæfingarhúsið Hver er staðsett á Smiðjuvöllum 28 efri hæð. Frekari upplýsingar veitir forstöðumaður Endurhæfingarhússins, Thelma Hrund Sigurbjörnsdóttir bæði í tölvupósti á netfangið thelma@akraneskaupstadur.is og í síma 431 2040. Frekari upplýsingar má nálgast á fésbókarsíðu HVER

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00