Fara í efni  

Sérhæfð ráðgjöf

Markmið félagsþjónustu sveitarfélaganna er meðal annars að styrkja fjölskyldur í uppeldishlutverki sínu og er meginverkefni ráðgjafa að efla og styðja foreldra vegna barna þeirra með fötlun og/eða sérþarfir.

Við staðfestingu á frávikum í þroska barns sem leitt getur til fötlunar/þarfar á sérúrræðum, er mikilvægt að bregðast við með þjónustu fyrir fjölskylduna, óski hún þess. Félagsþjónustan annast ráðgjöf og stuðning við fjölskyldur og gætir velferðar og hagsmuna þeirra. Þjónustan nær til fjölskyldna barna yngri en 18 ára og til eftirfarandi þátta, eftir óskum foreldranna:

 • Veitir upplýsingar og leiðbeiningar um réttindi og þjónustu.
 • Veitir ráðgjöf við val á viðurkenndum leiðum til að auka og efla færni barna með fötlun.
 • Er þátttakandi í þjónustuteymi barnsins og er foreldrunum til stuðnings í teymisstarfi.
 • Veitir fjölskyldum barna með sérþarfir ráðgjöf um íhlutunarleiðir, uppeldi og þjálfun barnanna á heimili þeirra.
 • Á samstarf við ýmsa sérfræðinga  vegna barnsins svo sem hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, Barna- og unglingageðdeild, Heilsugæslunni, Landspítala háskólasjúkrahúsi og leik- og grunnskólum auk annarra ráðgjafa félagsþjónustunnar og sérfræðiþjónustu sveitarfélaganna.
 • Veitir ungmennum og foreldrum þeirra ráðgjöf varðandi athafnir daglegs lífs, félagsþátttöku, skóla- og/eða atvinnuþátttöku, sumarúrræði o.fl.
 • Veitir fræðslu til aðstandenda, tengslastofnanna og samstarfsfólks um fatlanir, íhlutunarleiðir og aðstæður barna og ungmenna með fötlun og fjölskyldna þeirra.

Eftir tilvísun frá greiningaraðila er foreldrum bent á þann möguleika að hafa samband við ráðgjafa í félagsþjónustunni. Einstaklingar með lögheimili á Akranesi eða í Hvalfjarðarsveit geta sótt um sérhæfða ráðgjöf. Oft er það gert eftir fyrsta viðtal umsækjanda við ráðgjafa. Umsóknin skal rituð á sérstakt umsóknareyðublað þar sem fram koma upplýsingar um umsækjanda og ástæðu umsóknar.

Eftir móttöku umsóknar fær umsækjandi viðtalstíma hjá ráðgjafa félagsþjónustunnar ef þeir hafa ekki verið í sambandi þá þegar og í framhaldi af því er umsóknin tekin fyrir á teymisfundi sem afgreiðir umsóknina.

Nánari upplýsingar um stuðningsfjölskyldu veitir Arnheiður Andrésdóttir ráðgjafarþroskaþjálfi bæði í tölvupósti á netfangið arnheidur.andresdottir@akranes.is og í síma 433 1000.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00