Persónulegur ráðgjafi og tilsjón

Tilsjónarmaður

Í lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga kemur fram að Félagsmálanefnd skuli sjá til þess að börn fái notið hollra og þroskavænlegra uppvaxtarskilyrða, t.d. leikskóla og tómstundaiðju. Einnig er eitt af hlutverkum félagslegrar heimaþjónustu að veita félagslegan stuðning. Hlutverk tilsjónarmanns er að rjúfa félagslega einangrun umsækjanda og aðstoða hann við að taka þátt í félagslegum athöfnum. Þetta úrræði  er veitt í eðlilegum tengslum við önnur úrræði félagsþjónustu

Einstaklingar með lögheimili á Akranesi geta sótt um tilsjónarmann skv. lögum um félagsþjónustu í sveitarfélögun. Umsóknin skal rituð á sérstakt umsóknareyðublað þar sem fram koma upplýsingar um umsækjanda og ástæðu umsóknar. 

Persónulegur ráðgjafi

Persónulegur ráðgjafi samkvæmt barnaverndarlögum er veittur sem hluti af úrræðum barnaverndaryfirvalda og skv. samningi þar að lútandi.

Nánari upplýsingar veitir Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri bæði í tölvupósti á netfangið sveinborg.kristjansdottir@akranes.is og í síma 433 1000.

   
Fara efst
á síðu

Akraneskaupstaður

  • Stillholti 16-18, 300 Akranes
  • Sími 433 1000
  • Fax 433 1090
  • Kt: 410169-4449

Skrifstofan er opin alla virka daga kl. 09:30 - 12:00 og 12:30 - 15:30  |  Hafa samband