Fara í efni  

Akraneskaupstaður semur við Gísla Stefán Jónsson ehf. um grasslátt 2015- 2017

Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri og Gísli Stefán Jónsson eigandi Gísli Stefán Jónsson ehf. undirrituðu verksamning þann 5. maí 2015 um grasslátt á opnum svæðum Akraness. Samningurinn gildir til september 2017. Akraneskaupstaður bauð verkið út í apríl síðastliðnum og voru tilboð opnuð 10. apríl síðastliðinn.
Lesa meira

Íþróttamannvirki Akraneskaupstaðar lokuð hluta úr degi vegna námskeiðs þann 8. maí

Vegna björgunar- og skyndihjálparnámskeiðs starfsmanna íþróttamannvirkja Akraneskaupstaðar þann 8. maí milli kl. 8:00 - 16:30 er Íþróttamiðstöð Jaðarsbökkum aðeins opin á eftirfarandi tímum...
Lesa meira

Tilkynning frá Akraneskaupstað: Leikskólar á Akranesi opnir á morgun

Leikskólar á Akranesi verða opnir á morgun, föstudaginn 8. maí en áður hafði verið boðað að þeir yrðu lokaðir vegna verkfalls ræstingafólks sem starfar hjá fyrirtækinu Hreint ehf. og er í Verkalýðsfélagi Akraness sem er aðili að Starfsgreinasambandinu. Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri segir að náðst hafi...
Lesa meira

Innanbæjarstrætó hættur að ganga

Innanbæjarstrætó á Akranesi gengur hvorki í dag né á morgun vegna verkfalls bílstjóra. Flestir bílstjóranna eru í Verkalýðsfélagi Akraness sem er aðili að starfsgreinasambandinu. Ef ekki semst fyrir 19. maí næstkomandi þá munu ferðir strætisvagnanna innanbæjar einnig falla niður 19. og 20. maí og síðan frá 26. maí en þá hefur verið boðað til ótímabundins allsherjarverkfalls
Lesa meira

Sumarvinna fyrir 17 ára unglinga (f.1998) hjá Vinnuskóla Akraness

Akraneskaupstaður og Vinnuskóli Akraness bjóða unglingum f.1998 með lögheimili á Akranesi vinnu við Vinnuskólann. Vinnan hefst í lok maí og unnið er 35 klst. á viku. Stefnt er að vinnu í 4 - 8 vikur. Það ræðst af fjölda umsækjenda hversu langur sá tími verður.
Lesa meira

Fab Lab smiðjan opnar fyrir almenning

Fab Lab smiðjan á Akranesi verður opin fyrir almenning tiltekna daga í maímánuði. Í Fab Lab smiðjunni gefst einstaklingum tækifæri til að prófa sig áfram með því að hanna, móta og framleiða hluti með aðstoð stafrænnar tækni.
Lesa meira

Málum bæinn gulan

Í tilefni af fyrsta stórleik sumarsins í dag, þann 3. maí, þar sem ÍA mætir Stjörnunni á heimavelli hvetur Akraneskaupstaður, í samvinnu við ÍA, bæjarbúa til að taka þátt í að búa til alvöru ÍA stemningu og mála bæinn skærgulan. Íbúar eru beiðnir um að hengja gult út á snúru, gular flíkur, gul handklæði eða bara hvað sem er,
Lesa meira

Myndlistarsýningin Óskasteinar í Guðnýjarstofu

Erna Hafnes bæjarlistamaður Akraness opnaði myndlistarsýninguna Óskasteinar í Guðnýjarstofu, Safnasvæðinu á Akranesi þann 2. maí. Þetta er þriðja myndlistarsýningin en jafnframt sú stærsta sem Erna heldur sem bæjarlistamaður Akraness. Á sýningunni eru málverk eftir Ernu sem hún hefur unnið...
Lesa meira

Verkfallsaðgerðir hjá Gámu

Sorpmóttökustöðin Gáma verður lokuð vegna væntanlegra verkfalla eftir hádegið í dag þann 30. apríl og síðan 6. og 7. maí (allan daginn) og dagana 19. og 20. maí náist ekki samningar.
Lesa meira

Útivistartími barna og unglinga

Foreldrar og forráðamenn eru minntir á að skv. 92. grein barnaverndarlaga (nr. 80/2002) eru útivistartímar barna og unglinga sem hér segir..
Lesa meira
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00