Vonskuveður og stórstreymisflóð annað kvöld
07.10.2025
Almennt - tilkynningar
Von er á leiðindaveðri, suðvestanátt samhliða hárri sjávarstöðu annað kvöld (miðvikudag) eftir kl. 18 og fram eftir kvöldi samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.
Vindáttin verður vestlæg og gæti gefið yfir á þeim svæðum sem eru viðkvæm fyrir vestlægum öldum. Úthafsaldan verður væntanlega nokkuð lægri heldur en þegar gaf yfir hér á Akranesi í byrjun mars. Alda á Garðskagadufli mældist þá um 10 metrar en nú spáir mest um 8 metra ölduhæð.