Skipulagsvinna Jaðarsbakkar - Upptaka frá íbúafundi 10.jan.2024
16.01.2024
Uppbygging á Jaðarsbökkum
Bæjarstjórn og skipulags- og umhverfisráð héldu vel sóttan íbúafund þann 10. janúar 2024 um stöðu skipulagsvinnu við Jaðarsbakkasvæðið. Eins og var auglýst var bæði hægt að mæta á fundinn að Dalbraut 4 og fylgjast með beinu streymi á netinu.
Guðm. Ingþór Guðjónsson, formaður skipulags- og umhverfisráðs fór yfir helstu atriði í vinnunni hingað til og hvaða skref eru framundan. Að því loknu var opið fyrir spurningar úr sal til bæjarstjórnar og skipulags- og umhverfisráðs. Fundarstjóri var Haraldur Benediktsson, bæjarstjóri.
Upptaka af fundinum er hér fyrir neðan.
Moya