Tímatafla frístundastrætó breytist
05.09.2025
Almennt - tilkynningar
Tímatöflu frístundastrætó verður seinkað um 5 mínútur frá og með mánudeginum (8. september) frá því sem nú er. Tímatafla á heimasíðu Akraneskaupstaðar verður uppfærð fljótlega.
Tilgangur Frístundastrætó er að auðvelda börnum og ungmennum að komast á íþróttaæfingar og annað frístundastarf eftir að skóla lýkur á daginn. Hann gengur í 2 klukkustundir á virkum dögum.