Rauðhærðasti Íslendingurinn 2025 er Ísabella Rós
Hin tólf ára gamla Ísabella Rós frá Hvalfjarðarsveit hlaut þann heiður að vera valin rauðhærðasti Íslendingurinn á Írskum dögum sem fóru fram á Akranesi um helgina.
Ísabella, sem stundar nám í Heiðarskóla, hefur mikinn áhuga á bæði íþróttum og skapandi greinum. Hún hefur tekið þátt í fjölbreyttum íþróttagreinum hjá ÍA og æft crossfit hjá Ægi. Auk þess elskar hún að ferðast og því mun vinningurinn – flugmiði frá Icelandair – eflaust nýtast vel.
Um þrjátíu keppendur tóku þátt í keppninni um titilinn „rauðhærðasti Íslendingurinn“ í ár en það er ávallt frábær þátttaka í keppninni.
Dómnefndin, sem skipuð var Líf Lárusdóttur og Hjördís Brynjarsdóttir, áttu erfitt með að velja sigurvegara úr hópi glæsilegra rauðhærðra keppenda.
Í öðru sæti var Helga Dís Reynisdóttir og Arnfinnur Sölvi Ársælsson í því þriðja - Þau fengu gjafabréf frá Frystihúsinu í verðlaun.
Mynd: Jón Gautur Hannesson