Örugg götugrill á Írskum dögum Akranesi.
04.07.2025
Í tilefni af írskum dögum þá safnast íbúar saman í götugrill um allan bæ og skreyta umhverfið.
Þá er ástæða til að minna á nokkur atriði svo ekkert skyggi á skemmtilega samveru:
- Sýna aðgát við skreytingar úr stiga, alltaf haldi einn aðili við stigann.
- Festa tjöld og hoppukastala örugglega niður.
- Aðgæta öryggi vegna rafmagns og grillelds.
- Huga að ruslabiðum (tunnum) fyrir úrgang frá götugrillinu, svo hann dreifist ekki um umhverfið.
- Hreinsa skreytingar og annað á sunnudaginn, svo svæðið verði snyrtilegt eftir gleðidagana.
- Skipuleggja niðurtekt og fjarlægingu á borðum, tjöldum og hoppikastölum samhliða uppsetningu.
Þegar einhver hluti götugrills eða hoppukastali er á götunni, þá þarf að huga að öryggi:
- Tilkynna lokunina í gegnum heimasíðu bæjarins (https://www.akranes.is/thjonusta/samgongur-og-framkvaemdir/tilkynning-um-truflun-a-umferd ) þannig að neyðaraðilar, strætó og fleiri fái að vita af truflun á umferð.
- Staðsetja bíl eða annað fyrir svæðið, þ.a. óvarkár ökumaður aki ekki inn á svæðið og geri einhvern óskunda.
- Opna aftur fyrir umferðina á laugardeginum.
Góða götugrills-skemmtun kæru Akurnesingar og gestir.