Nýtt deiliskipulag Kirkjubrautar kynnt á mánudag
Vinnslutillaga að nýju deiliskipulagi Kirkjubrautar verður kynnt að Dalbraut 4, Akranesi, mánudaginn 13. október, kl. 17.
Um er að ræða deiliskipulag Kirkjubrautar fyrir gatnarýmið við Kirkjubraut og Kalmansbraut sem afmarkast af Merkigerði til suðurs og Esjubraut til norðurs. Tillagan nær yfir fyrirhugaðar breytingar á göturými við Kirkjubraut og Kalmansbraut sem eru í samræmi við markmið og stefnu Landskipulagsstefnu og aðalskipulags Akraness.
Eftir kynninguna mun skipulags- og umhverfisráð ljúka gerð tillagnanna og leggja fyrir bæjarstjórn til afgreiðslu. Ákveði bæjarstjórn að auglýsa ofangreindar skipulagstillögur verður frestur til að gera athugasemdir við þær minnsta kosti 6 vikur.
Hægt er að koma á framfæri ábendingum og sjónarmiðum í gegnum skipulagsgátt eða í þjónustuveri Akraneskaupstaðar, Dalbraut 4.
Íbúar eru eindregið hvattir til þess að mæta á fundinn og hafa áhrif.