Flokkun flugelda
02.01.2026
Almennt - tilkynningar
Nú þegar árið er liðið í aldanna skaut með tilheyrandi notkun flugelda er gott að minna á flokkun þeirra.
🎆 Flugeldarusl á ekki að fara í tunnu fyrir blandaðan úrgang. Því á að skila í Gámu eða í gám Björgunarfélags Akraness sem staðsettur verður hjá húsnæði félagsins við Kalmansvelli 2.
🎆 Pappinn í tertum er blandaður með leir og því ekki hægt að endurvinna hann.
🎆 Ósprungnir flugeldar flokkast sem spilliefni og stjörnuljós sem málmur.
Með kærum þökkum og óskum til ykkar íbúa um farsæld á komandi ári.





