Fara í efni  

Farsældarráð Vesturlands stofnað

Frá undirritun samstarfsyfirlýsingarinnar.
Frá undirritun samstarfsyfirlýsingarinnar.

Í upphafi þessa mánaðar var skrifað undir samstarfsyfirlýsingu meðal sveitarfélaga og stofnana á Vesturlandi og Farsældarráð Vesturlands stofnað. Farsældarráð Vesturlands er annað farsældarráðið sem er stofnað á landinu og munu fleiri slík verða stofnuð á landsvísu. Ráðunum er ætlað að vera vettvangur fyrir svæðisbundið samráð um farsæld barna og þar eiga sæti fulltrúar svæðisbundinna þjónustuveitenda á vegum ríkis og sveitarfélaga.

Að samstarfinu standa Akraneskaupstaður, Borgarbyggð, Dalabyggð, Eyja-og Miklaholtshreppur, Grundarfjarðarbær, Hvalfjarðarsveit, Skorradalshreppur, Snæfellsbær og Stykkishólmsbær, Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi, Lögreglan á Vesturlandi, Sýslumaðurinn á Vesturlandi, Svæðisstöð íþróttahéraða, Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Ungmennaráð Vesturlands, Fjölbrautaskóli Vesturlands, Fjölbrautaskóli Snæfellinga og Menntaskóli Borgarfjarðar. Samstarfsyfirlýsingin tekur mið af tímabilinu 1.10.2025- 31.12.2026 og lagt er upp með áframhaldandi samstarfi að þeim tíma loknum.

Bára Daðadóttir verkefnastjóri farsældarmála hjá SSV mun halda utan um verkefnið á samningstímanum í samstarfi við þau sveitarfélög og stofnanir sem að samstarfsyfirlýsingunni standa.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00