Bilun í gönguljósum við Kirkjubraut
08.10.2025
Almennt - tilkynningar
Gönguljósin við gangbrautina yfir Kirkjubraut eru biluð. Um er að ræða ljósin við sjúkrahúsið.
Von er á viðgerðarmanni strax eftir helgi, en við biðjum bæði gangandi vegfarendur og ökumenn að fara varlega og sýna aðgát þar til ljósin verða komin í lag.