Fara í efni  

Leikskólinn Vallarsel

VallarselLeikskólinn Vallarsel opnaði þann 20. maí árið 1979. Hann er staðsettur á Skarðsbraut 6. Vallarsel var til að byrja með aðeins tveggja deilda leikskóli en með árunum hefur hann stækkað í sex deilda leikskóla með um 140 nemendur og um 35 starfsmenn. Deildarheitin eru Hnúkur, Jaðar, Skarð, Vellir, Lundur og Stekkur en heitin vísa í umhverfið og Akrafjallið. Vallarsel leggur áherslu á fjölbreytt tónlistarstarf og heimspekilegar samræður í allri þemavinnu. Einnig er frjálsi leikurinn í hávegum hafður. 

Leikskólastjóri Vallarsels er Brynhildur Björg Jónsdóttir sem veitir jafnframt upplýsingar um skólann bæði í tölvupósti á netfangið bjorg.jonsdottir@vallarsel.is eða í síma 433-1220. Kjörorð Vallarsels er ,,Syngjandi glöð í leik og starfi" og vísar það í tónlistina og gleðina sem við viljum hafa í starfinu okkar og sem er svo mikilvæg í öllum samskiptum. 

Nánari upplýsingar um Vallarsel má sjá á hér heimasíðu skólans. 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00