Fara í efni  

Leikskólinn Akrasel

Leikskólinn AkraselLeikskólinn Akrasel opnaði þann 8. ágúst árið 2008. Hann er staðsettur á Ketilsflöt 2. Leikskólinn hefur 6 deildir og barnafjöldinn getur verið um 150 talsins. Í dag starfar hann sem fimm deilda skóli með um 125 nemendur og um 30 starfsmenn. Deildarheitin eru Gljúfur, Klettur, Berg, Lækur, Mýri og Tjörn en heitin eru tekin úr náttúrunni til vísunar í nafnið Akrasel. Akraselsnafnið er þjált, gamalt og gott. Í Víðigerði stóð leikskóli sem bar nafnið en honum var lokað þegar leikskólinn Teigasel tók til starfa 1998. Nafnið Akrasel vísar í Akrafjallið og akurinn á Akranesi. Akrasel leggur áherslu á umhverfismennt, jóga og hollt mataræði.

Leikskólastjóri Akrasels er Anney Ágústsdóttir sem veitir jafnframt upplýsingar um skólann bæði í tölvupósti á netfangið anney.agustsdottir@akrasel.is eða í síma 433-1260. Kjörorð Akrasels eru: Náttúra - Næring - Nærvera.

Nánari upplýsingar um Akrasel má sjá hér á heimasíðu.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00