Fara í efni  

Knattspyrnufélag ÍA

Knattspyrnufélag Íþróttabandalags Akraness, skammstafað KFÍA en þekkist í daglegu tali sem ÍA, er knattspyrnufélag starfrækt á Akranesi. Félagið var stofnað 3. febrúar 1946 þegar að Knattspyrnufélag Akranes (KA) og Knattspyrnufélagið Kári stofnuðu Íþróttabandalag Akraness, bandalagið tók við af Íþróttaráði Akraness sem stofnað hafði verið árið 1934.[2]

Karlalið félagsins tók þátt í sínu fyrsta Íslandsmóti sumarið 1946, liðið hefur allt frá því átt lið í efstu deildum íslandsmóts karla í knattspyrnu. Liðið er eitt það sigursælasta á landinu með 18 Íslandsmeistaratitla, þann fyrsta árið 1951. Þá hefur liðið að auki landað 9 bikarmeistaratitlum og 3 deildarbikartitlum.

Kvennalið ÍA tók þátt í sínu fyrsta Íslandsmóti árið 1973. Árið 1984 vann liðið sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil og fylgdu tveir aðrir titlar árin 1985 og 1987. Liðið hefur að auki unnið 3 bikarmeistaratitla.

Frekari upplýsingar

Vefsíða félagsins

Facebooksíða félagsins

Netfang: kfia@ia.is

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00