Klifurfélag ÍA
Klifurfélag ÍA var stofnað 25. febrúar 2015 af Þórði Sævarssyni og fékk inngöngu í Íþróttabandalag ÍA á ársfundi íþróttabandalagsins vorið 2016.
Markmið félagsins er að kynna og kenna klifuríþróttina og bæta aðstöðu til klifur iðkunar á Akranesi. Iðkendur félagsins taka þátt á klifurmótum undir merkjum ÍA.
Æfingar fóru áður fram í húsnæði Klifurfélagsins að Smiðjuvöllum en hafa nú færst yfir í íþróttahúsið á Vesturgötu og býður félagið einnig upp á æfingar utandyra í næsta nágrenni við Akranes, þá oftast í Akrafjalli. Einnig skipuleggur félagið æfingaferðir til annara klifurfélaga og á önnur klifurvæði á Íslandi.
Frekari upplýsingar
Staðsetning
Íþróttahúsið Vesturgötu