Fara í efni  

Hestamannafélagið Dreyri

Hestamannafélagið Dreyri var stofnað 1. maí 1947.

Félagsvæðið er Akranes og Hvalfjarðarsveit, þ.e frá Hvalfjarðarbotni að Borgarfjarðarbrú. Hesthúsahverfi Dreyra er á Æðarodda rétt fyrir utan Akranes og þar eiga einnig Dreyrafélagar félagsheimili. Á svæðinu má finna 35 hesthús, tvö 18 hesta hús en flest húsin eru 12 hesta og svo nokkur 8 hesta. Þar að auki má finna sauðfé í nokkrum húsana sem lífgar upp á umhverfið.

Á Æðarodda er löglegur hringvöllur fyrir íþróttakeppni, upphitunarvöllur, stórt gerði og svokölluð „tamningatunna“. Skeiðbraut /kappreiðabraut með áhorfendabrekku er á Barðanesi sem er austan við Æðarodda og tilheyrir Hvalfjarðarsveit.

Frekari upplýsingar

Vefsíða félagsins

Facebookhópur félagsins

Staðsetning

Hesthúsahverfið Æðarodda

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00