Fara í efni  

Golfklúbburinn Leynir

Barna- og unglingastarf:
Þjálfun barna á við um börn 12 ára og yngri og þjálfun unglinga á við einstaklinga á aldrinum 13 ára og til og með 18 ára. Starfið er opið fyrir öll börn og unglinga, stelpur og stráka sem vilja æfa golf.

Afreksefnastarf:
Hjá GL er afreksefnaþjálfun fyrir stráka og stelpur á aldrinum 12 til 18 ára. Starfið er ætlað þeim einstaklingum er þykja skara fram úr og eru reiðubúnir að leggja mikið á sig til að ná árangri í golfíþróttinni bæði persónulega og fyrir hönd GL.

Fullorðnir:
Hjá Golfklúbbnum Leyni Akranesi er rekið afreksstarfs er kallast Team Leynir. Afreksstarfið er ætlað þeim einstaklingum er þykja skara fram úr og eru reiðubúnir að leggja mikið á sig til að ná árangri í golfíþróttinni bæði persónulega og fyrir hönd GL. Einnig er starfandi öflug kvennanefnd sem stendur fyrir æfingum, mótum, þjálfun með kennara og fleira sem sameinar konur í GL. GL heldur úti sveit eldri kylfinga (55 ára og eldri) sem keppir fyrir hönd klúbbins í sveitakeppni eldri kylfinga.

Frekari upplýsingar

Heimasíða Golfklúbbsins

Facebooksíða Golfklúbbsins

Netfang: leynir@leynir.is

Staðsetning

Grímsholti

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00