Rauðhærðasti Íslendingurinn 2024 er Björk Michaelsdóttir
Hin 10 ára gamla Björk Michaelsdóttir var í gær valin rauðhærðasti Íslendingurinn á Írskum dögum á Akranesi.
Keppnin um rauðhærðasta Íslendinginn er fastur liður á hátíðinni en þetta var í 25. sinn sem hún var haldin.
Í samtali við mbl.is segir Björk, sem er búsett í Danmörku ásamt fjölskyldu sinni, að hún hafi frétt af keppninni fyrir ári síðan og dottið í hug að taka þátt: „Þá var var það meira grín en svo hugsaði ég að kannski væri bara mjög gaman að prufa að taka þátt.“
Móði Bjarkar, Harpa Birgisdóttir, bætir við: „Svo passaði þetta bara svona vel við sumarfríið á Íslandi og þá vorum við löngu búin að ákveða að við skyldum gera þetta.“
Fjölskyldan lagði því leið sína á Akranes sérstaklega svo að Björk gæti tekið þátt í keppninni.