Fara í efni  

Írski sönghópurinn SYSTIR heimsækir Akranes.

Írski sönghópurinn SYSTIR er væntanlegur til Íslands, þær eru hluti af stærri hóp sem heitir ANÚNA en þar er einnig karlasönghópur sem neitir MANAM. Allt undir stjórn írska tónskáldsins og söngvarans Michael McLynn. Michael hefur heimsótt Ísland mörgum sinnum og unnið með íslenskum kórum.

SYSTIR syngja allar gerðir tónlistar - bæði gamla, nýja og dægurtónlist og munu þær halda nokkra tónleika á meðan Íslands dvölinni stendur: 

  • Hannesarholt föstudagskvöldið 9. maí
  • Hallgrímskirkju í Saurbæ kl. 16.00 10. maí (Sjá viðburð á facebook)
  • Hörpu sunnudaginn 11. maí.

Fyrir tónleikana í Hallgrímskirkju í Saurbæ munu þær heimsækja Akranes, skella sér í Guðlaugu og syngja í Akranesvita.

Við hlökkum til að taka á móti þessum glæsilega hópi og hvetjum ykkur til þess að skoða myndbandið hér fyrir neðan.


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00