Framkvæmdir við Garðabraut - lokun og þrenging við botnlanga
08.12.2025
Almennt - tilkynningar
Í morgun hófu Veitur vinnu við endurnýjun vatnsveitu við Garðabraut. Í kjölfar þessarar framkvæmdar mun verða þrenging á götu við botnlangann Garðabraut 7-13.
Lokað verður fyrir innakstur í botnlangann Garðabraut 35-45 frá Garðabraut, en hægt verður að aka inn botnlangann frá Vallarbraut á meðan framkvæmd stendur yfir.
Áætlað er að vinna við endurnýjunina standi frá 8. desember og út föstudaginn 12. desember.





