Fara í efni  

Fjölbrautarskóli Vesturlands á Akranesi í Gettu betur í kvöld

Bæjarstjóri ásamt hluta Nemendafélags FVA
Bæjarstjóri ásamt hluta Nemendafélags FVA

Í kvöld munu þau Anna, Elmar Gísli og Jón Hjörvar keppa í seinni undanúrslitaviðureign í spurningaþættinum Gettu betur en þau keppa á móti Fjölbrautarskólanum í Garðabæ. Liðið komst í undanúrslit þegar þau unnu Flensborg með 24 stigum gegn 23 í fyrstu viðureign í 8 liða úrslitum Gettu betur. 

Til að styrkja liðsandann afhenti bæjarstjórinn, Regína Ásvaldsdóttir, Þorsteini Bjarka Péturssyni formanni Nemendafélags FVA boli fyrir stuðningslið skólans. Um er að ræða 150 boli merkta Akraneskaupstað og Nemendafélaginu.

Akraneskaupstaður óskar keppendum góðs gengis í kvöld.

Á myndinni má sjá, frá vinstri, Björn Ólaf Guðmundsson, Þorstein Bjarka Pétursson, Björn Inga Bjarnason, Hjördísi Tinnu Pálmadóttur, Regínu Ásvaldsdóttur og Heiðmar Eyjólfsson. 


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00