Átta nýjar gangbrautir í Skógarhverfi
11.12.2025
Búið er að merkja átta nýjar gönguþveranir (gangbrautir) fyrir gangandi umferð til og frá leikskólanum Garðaseli í Skógarhverfi á samræmi við samþykkt skipulags- og umhverfisráðs.
Vinnu við málun lauk nú um miðja viku en enn á eftir að klára að setja upp nokkur gangbrautarmerki.
Sem fyrr hvetjum við ökumenn til að virða reglur um hámarkshraða og aka varlega, ekki síst í skammdeginu. Eins er full ástæða til að minna gangandi vegfarendur á öllum aldri á að nota endurskinsmerki.








