Fara í efni  

Velferðar- og mannréttindaráð

229. fundur 20. ágúst 2024 kl. 15:15 - 17:00 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Kristinn Hallur Sveinsson formaður
  • Einar Brandsson varaformaður
  • Liv Aase Skarstad varamaður
Starfsmenn
  • Hildigunnur Árnadóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
  • Sólveig Sigurðardóttir deildarstjóri farsældarþjónustu barna
Fundargerð ritaði: Hildigunnur Árnadóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
Dagskrá

1.Farsælt frístundastarf verkefnastjórn 24-25

2408104

Í desember 2023 var ráðin til starfa verkefnastjóri farsæls frístundastarfs í 80% starf til eins árs. Kostnaður vegna stöðu verkefnastjóra var tekin af 9.000.000 kr. styrk frá Barna- og menntamálaráðuneytinu sem hlaust vegna forystuhlutverks Akraneskaupstaðar í innleiðingu farsældarlaga. Var þetta lagt fyrir Velferðar- og mannréttindaráð 06.06.24.



Nýr samstarfssamningur, milli mennta- og barnamálaráðuneytisins og Akraneskaupstaðar um áframhaldandi stuðning vegna forystuhlutverks við innleiðingu laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, var undirritaður og lagður fyrir Velferðar- og mannréttindaráð til kynningar 30.01.24.



Framlag ráðuneytisins var hið sama 2024 og árið áður eða kr. 9.000.000 og er lagt til að framhald verði á ráðningu verkefnastjóri farsæls frístundastarfs um eitt ár, frá desember 2024- desember 2025. Tillagan verður lögð fram í ráðningarnefnd þriðjudaginn 27. ágúst nk.
Velferðar- og mannréttindaráð leggur til að styrkur vegna forystuhlutverks við innleiðingu farsældarlaga verði nýttur í áframhaldandi ráðningu á verkefnastjóra farsæls frístundastarfs frá desember 2024- desember 2025.

2.Samfélagsmiðstöðin Dalbraut 8 - uppbygging- framkvæmd verkefnisins

2205146

Staða útboðs vegna uppbyggingar Samfélagsmiðstöðvar lögð fram til kynningar.
Velferðar- og mannréttindaráð fór yfir framlagða tímaáætlun vegna uppbyggingar Samfélagsmiðstöðvar á Dalbraut 8. Samkvæmt henni er áætlað að vinnsla útboðsgagna og útboðsferli verði lokið í október 2024 og að verktaki verði kominn á verkið í nóvember nk. Áætluð verklok eru árið 2027.

Fundi slitið - kl. 17:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00