Fara í efni  

Velferðar- og mannréttindaráð

149. fundur 17. mars 2021 kl. 16:00 - 19:00 í Frístundamiðstöðinni Garðavelli
Nefndarmenn
  • Kristinn Hallur Sveinsson formaður
  • Einar Brandsson varaformaður
  • Anna Þóra Þorgilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Svala Kristín Hreinsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
  • Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
Dagskrá

1.Heilsueflandi samfélag

1802269

Akraneskaupstaður er heilsueflandi samfélag. Fulltrúar stýrihóps sem heldur utanum innleiðinguna mætir á fund velferðar- og mannréttindaráðs og kynnir stöðu verkefnisins.

Í viðhengi eru tillögur undirhóps heilsueflandi samfélags um aðgerðir fyrir aldraða og öryrkja.
Friðbjörg Eyrún Sigvaldadóttir verkefnastjóri skóla- og frístundasviðs og Laufey Jónsdóttir verkefnastjóra velferðar- og mannréttindasviðs sátu fundinn undir þessum lið.

Friðbjörg fór yfir verkefni stýrihóps í heilsueflandi samfélagi. Laufey fór yfir verkefni sem snúa að heilsueflingu fyrir aldraða og fatlaða.
Friðbjörg vék af fundi kl. 16:43.

2.Styðjandi samfélag fyrir fólk með heilabilun

2102339

Erindi barst frá Alzheimersamtökunum þess efnis að bjóða Akraneskaupstað að taka þátt í innleiðingu á verkefninu Styðjandi samfélag. Alzheimersamtökin vilja með þessu markvisst innleiða Styðjandi samfélag fyrir fólk með heilabilun og leggja sitt af mörkum við að breiða út þekkingu um heilabilun og hjálpa þannig til við að brjóta niður þá fordóma sem fylgir greiningu. Með því er fólki með heilabilun og aðstandendum þeirra hjálpa til að eiga innihaldsríkt líf þar sem samfélagið mætir þeim af virðingu, skilur vanda þeirra og aðstoðar eftir besta megni, því með stuðningi er hægt að lifa innihaldsríku lífi þrátt fyrir heilabilun.
Samtökin vísa til þess að Akraneskaupstaður hefur verið mjög framarlega þegar kemur að þjónustu við fólk með heilabilun og áhugi starfsmanna um að sinna þessum málaflokki vel. Samtökin telja því jarðveginn afar frjóan og reiðubúinn í þetta verkefni.
Velferðar- og mannréttindaráð óskar eftir kynningu frá Alzheimersamtökunum. Ráðið vísar málinu til umfjöllunar í Öldungaráði og leggur til að Öldungaráð fái sömu kynningu frá samtökunum.

Laufey vék af fundi kl. 17:06.

3.Reglur Akraneskaupstaðar um íþrótta- og tómstundastyrki fyrir börn á tekjulágum heimilum.

2009128

Á fundi stýrihóps félagsmálaráðuneytisins um þátttöku barna af efnaminni heimilum í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi var ákveðið að framlengja umsóknarfrest um sérstaka íþrótta- og tómstundastyrki til 15. apríl 2021.
Í reglum Akraneskaupstaðar um íþrótta- og tómstundastyrki fyrir börn á tekjulágum heimilum kemur fram í 1. grein að umsóknir skulu berast fyrir 1. mars 2021. Sviðsstjóri leggur til að breyting verði gerð á 1. grein þess efnis að umsóknarfrestur verði framlengdur til 15. apríl 2021.
Velferðar- og mannréttindaráð samþykkir fyrirliggjandi breytingu. Velferðar- og mannréttindaráð vísar reglunum til staðfestingar í bæjarstjórn.

4.Ný jafnréttislöggjöf - áhrif nýrrar löggjafar á sveitarfélög

2103025

Samband íslenskra sveitarfélaga og Jafnréttisstofa hafa sent sveitarfélögum bréf þar sem kynnt eru áhrif nýrrar jafnréttislöggjafar á sveitarfélög. Sveitarfélög eru hvött til að nýta vel þann tíma sem er fram til sveitarstjórnakosninga vorið 2022 til að undirbúa gerð nýrra áætlana í jafnréttismálum. Vísað er til þess að á landsfundi um jafnréttismál sveitarfélaga sem haldinn verður nk. haust verður fjallað sérstaklega um málið.
Velferðar- og mannréttindaráð vísar málinu til bæjarráðs til úrvinnslu. Velferðar- og mannréttindaráð leggur til við bæjarráð að skoðað verði að stofna starfshóp þvert á svið til að yfirfara jafnréttisáætlun sveitarfélagsins með tilliti til nýrra laga.
Fundargerð samþykkt af öllum fundarmönnum með rafrænum hætti. KHS, AÞÞ, EB, SK og SH.

Fundi slitið - kl. 19:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00