Fara í efni  

Velferðar- og mannréttindaráð

36. fundur 06. apríl 2016 kl. 17:30 - 19:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir formaður
 • Einar Brandsson varaformaður
 • Ingibjörg Pálmadóttir aðalmaður
 • Gunnhildur Björnsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
Fundargerð ritaði: Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
Dagskrá

1.Mannréttindastefna - samráðshópar

1410137

Umræður um umsagnir um fyrirhugaða stofnun samráðshóp í málefnum íbúa af erlendum uppruna.
Ákveðið að halda fund með umsagnaraðilum um hugmyndir um samráðshóp í málefnum innflytjenda miðvikudaginn 13. apríl 2016 kl. 17 og boða umsagnaraðila um samráðshóp um málefni fatlaðra á fund ráðsins þann 20. apríl kl. 17. Haft verður samráð við stjórn FEBAN um fundartíma vegna samráðshóps um málefni aldraðra.

2.Starfshópur um byggingu búsetukjarna fyrir fatlað fólk á Akranesi

1603057

Á fundi sínum þann 10. mars s.l. samþykkti bæjarráð að skipa starfshóp um byggingu starfshóp um byggingu búsetukjarna fyrir fatlað fólk á Akranesi og fyrirliggjandi erindisbréf hópsins. Umræður um tillögur að fulltrúum í starfshópinn.
Velferðar- og mannréttindaráð leggur til að starfshópurinn verði skipaður eftirfarandi fulltrúum:
Einar Brandsson, formaður
Vilborg Þórunn Guðbjartsdóttir
Ingibjörg Pálmadóttir
Gunnhildur Björnsdóttir
Starfshópurinn myndi kalla til starfsmenn og utanaðkomandi sérfræðinga eftir þörfum. Ákvörðun um skipan hópsins er vísað til bæjarráðs.

3.Klúbburinn Geysir - umsókn um styrk 2016

1603140

Í bréfi frá 22. mars 2016 óskar Klúbburinn Geysir, sem rekur endurhæfingarúrræði fyrir geðsjúka, eftir rekstrarstyrk frá Akraneskaupstað að fjárhæð kr. 100.000.
Velferðar- og mannréttindaráð tekur jákvætt í erindið, en vísar því til bæjarráðs.

4.Jafnréttisáætlun Akraneskaupstaðar

1510080

Á 26. fundi Velferðar- og mannréttindaráðs var fjallað um áætlun Akraneskaupstaðar um aðgerðir í jafnréttismálum. Borist hafa athugasemdir Jafnréttissofu við áætlunina og ábendingar um æskilegar breytingar á orðalagi 2. kafla mannréttindastefnu Akraneskaupstaðar, sem liggur henni til grundvallar.
Lagðar fram tillögur að breytingum á skjölunum, samkvæmt ábendingum Jafnréttisstofu.
Velferðar- og mannréttindaráð samþykkir fyrir sitt leyti framlagðar tillögur að breytingum á 2. kafla Mannréttindastefnu Akraneskaupstaðar sem fjallar um jafnrétti kynjanna og Áætlun Akraneskaupstaðar um aðgerðir í jafnréttismálum 2015-2017.
Afgreiðslunni er vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 19:00.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00