Fara í efni  

Umhverfisnefnd (2000-2008)

2. fundur 12. júlí 2006 kl. 16:00 - 18:30

2. fundur umhverfisnefndar Akraneskaupstaðar var haldinn miðvikudaginn 12. júlí 2006 og hófst hann kl 16:00.


Mættir:                      Rannveig Bjarnadóttir formaður

                                 Haraldur Helgason

                                 Hallveig Skúladóttir

                                 Hrönn Ríkharðsdóttir

                                 Sigurður Mikael Jónsson

 

Auk þeirra:                Karen Jónsdóttir, formaður bæjarráðs

                                 Snjólfur Eiríksson, garðyrkjustjóri

 

Fundargerð ritaði Rannveig Bjarnadóttir.


 

Formaður setti fund og kynnti  tilhögun fundarins.

 

Fyrir tekið:

 

1.      Vettvangsskoðun.

 

Ákveðið að ganga meðfram læknum og um Höfða- og Jaðarbakkasvæði.

 

Þegar gengið var með læknum blasti ýmislegt við sem ekki er til sóma s.s. rafgeymir, tvö hjól og ýmislegt smálegt sem hent hefur verið þarna af þeim sem ganga þarna um.

Hreinsa þarf úr læknum nú þegar. Ástand brúnna virðist vera nokkuð gott en það þarf að bera á þær. Allir sammála um að lækurinn eigi að vera sem mest óbreyttur en halda eigi honum hreinum og fallegum. Huga þarf að stokknum sem liggur undir Garðagrundina svo ekki myndist lón þar fyrir ofan.

Kanna hvort hægt sé að fá gangbraut á Innnesveginn við Leynisbraut.

 

Rætt um að æskilegt væri að vinna skipulag Höfða-, Jaðarsbakka- og Langasandssvæða þannig að það myndi eina heild og byggja upp þjónustu sem nýtist öllu svæðinu. Nefndin mun vinna að tillögum um lagfæringar og betrumbætur á svæðinu.

 

Setja þarf bekki og ruslafötur á göngustíga sem liggja um Flatir og Jörundarholt.

Malbika göngustíga á Grundunum og tengja þá áðurnefndum stígum.

 

 

Ákveðið að næsti fundur verði miðvikudaginn 19. júlí kl 18:00.

 

 

Fundi lauk kl 18:30                                        

 

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00