Fara í efni  

Umhverfisnefnd (2000-2008)

22. fundur 09. október 2000 kl. 17:00 - 19:20
22. Fundur umhverfisnefndar haldinn í fundarsal bæjarskrifstofu Stillholti 16-18, mánudaginn 9. október 2000 kl. 17:00.


Mættir: Georg Janusson, formaður, Hallveig Skúladóttir, Jóna Adolfsdóttir, Stefán Magnússon, Þóranna Kjartansdóttir og Hrafnkell Á. Proppé sem ritaði fundargerð.

1. Tillaga um erindisbréf umhverfisnefndar.
Umræður um erindisbréf, formanni og garðyrkjustjóra falið að vinna að frekari útfærslu fyrir næsta fund.

2. Ráðstefna um Staðardagskrá 21 í Ólafsvík dagana 12. og 13 október.
Garðyrkjustjóra falið að sitja ráðstefnuna og halda kynningarfund fyrir umhverfisnefnd, starfshópur að gerð Staðardagskrár 21 og bæjarstjórn að henni lokinni.

3. Verkefni ársins 2001 í tengslum við fjárhagsáætlun.
Garðyrkjustjóri greindi frá óloknum verkefnum þessa árs. Rætt var um forgangsröðun verkefna.

4. Önnur mál.
1. Umræður um drög að skipuriti bæjarsjóðs og Akranesveitu.
Í framhaldi að umræðunni leggur nefndin til að við þessar skipulagsbreytingar breytist starfsheiti garðyrkjustjóra í umhverfisstjóra. Garðyrkjustjóra er falið að senda bókunina til bæjarstjórnar.


Fundi slitið kl.19:20.
   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00