Fara í efni  

Tómstunda- og forvarnarnefnd (2002-2008)

93. fundur 27. október 2008 kl. 17:15 - 19:00

93. fundur tómstunda- og forvarnarnefndar Akraneskaupstaðar var haldinn í Þorpinu mánudaginn 27. október 2008 og hófst hann kl. 17:15.

 


 Mætt á fundi:    Hildur Karen Aðalsteinsdóttir, formaður

                        Halldór Jónsson,

                        Sævar Haukdal,

                        Bjarki Þór Aðalsteinsson

                        Jón Þór Þórðarson, áheyrnarfulltrúi ÍA

 

Einnig sat Heiðrún Janusardóttir, verkefnisstjóri, fundinn ásamt Lúðvík Gunnarssyni deildarstjóra, sem ritaði fundargerð.

Einnig þáðu eftirtaldir fulltrúar úr Brúnni boð um að sitja fundinn, Ingibjörg Gunnarsdóttir, Borghildur Jósúadóttir, Jóhanna Gestsdóttir og Brynhildur Benedikstdóttir sem og Hörður Kári Jóhannesson rekstrarstjóri íþróttamannvirkja, Einar Skúlason rekstrarstjóri vinnuskólans og NN formaður Unglingaráðs Akraness. 


1.   Niðurstöður úr könnun Rannsókna- og greiningar. Heiðrún

Niðurstöðurnar í fyrra mjög góðar. Undanfarið höfum við skoðað tölur fyrir 10.bekk. Við byrjuðum á að skoða reykingar. Frá 1997 ? 2008 hafa tölurnar við á niðurleið á landsvísu. Hér á Akarnesi hefur þetta hins vegar verið upp og niður. Í fyrra vorum við langt undir landsmeðaltalinu en í ár eru við komin upp fyrir meðaltalið. Á milli ára fer talan úr 1 upp í 14 á meðan landsmeðaltalið er 10. Mikið rætt um skilboðin sem samfélagið sendir...mikið um reykingar í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Þá finnst fundarmeðlimum eins og fræðsla í skólum hafi minnkað. Einnig var rætt um hlutverk FVA hvað reykingar á skólalóð varðar. Frá og með áramótum verða reykingar á skólalóð stranglega bannaðar.

 Ölvun hefur, á sama hátt og reykingar, verið upp og niður undanfarin ár á meðan landsmeðaltalið er á niðurleið síðan 1997. Í ár eru tölurnar okkar hærri en í fyrra og náum við landsmeðaltalinu að þessu sinni.

 Hassneysla hefur verið á niðurleið frá 1997 á landsvísu. Hún hefur einnig verið á niðurleið hér á Akranesi en undanfarin þrjú ár hefur þetta verið upp og niður. Árið 2007 voru þetta 0 einstaklingar en 2008 voru þetta 4%.

                                                                                     

Á milli ára eykst neysla áfengis Heima hjá öðrum úr 12% í 21,2%.  Einnig hefur liðurinn Í bænum aukist úr 8% í 18,5%. Að öðru leyti eru tölurnar fyrir Akranes ekkert svo slæmar.

 Reykingar og drykkja eykst strax eftir 10.bekkinn.

 Mikið var rætt um forvarnir og það sem er að gerast í þeim efnum. Þá var rætt um mismun á árgöngum og ástæður fyrir þeim sveiflum sem einkenna þessa könnun.

 Rætt var hvort opnunartími Arnardals á föstudögum sé of langur.

 2.  Mótun forvarnarstefnu. Heiðrún

Heiðrún hefur kynnt sér forvarnarstefnur vítt og breytt um landið. Forvarnarstefna sveitafélagsins Árborg heillaði hana mikið. Stefnu þeirra er skipt í almennar- og sértækar forvarnir. Stefnunni fylgir aðgerðaáætlun sem unnið er eftir. Stefnan er ávalt eins en aðgerðaáætlunin er endurskoðuð á hverju ári. Ákaflega markvisst plagg.

 Allir aðilar sem koma að markhópnum, þ.e. fulltrúar grunnskóla, leikskóla, félagsmiðstöðva o.fl. og vinna saman að áætluninni.

 Aðgerðaráætluninni er skipt eftir aldri.

·        Fyrsta stigið er Frumbernska(0-2 ára).

·        Annað stigið er Leikskólaaldur(2-5 ára).

·        Þriðja stigið er Grunnskólaaldur(6-12 ára).

·        Fjórða stigið er Framhaldsskólaaldur(16 ára +)

  Aðgerðaráætlunin er sett upp og síðan er boðað til fundar tvisvar á ári þar sem allir hlutaðeigandi aðilar fara saman yfir stöðuna.

 Hópurinn er sammála um að þessi stefna Árborgar er mjög vel uppsett og skýr. Mikilvægt að koma vinnunni á framfæri þannig að hún skili sér.

 Hópurinn leggur til að skipaður verði stýrihópur sem vinnur að heildstæðri forvarnarstefnu fyrir Akraneskaupstað.

  3.   Önnur mál.

Nefndin sýnir skilning á að framkvæmd við nýja sundlaug Akraneskaupstaðar hafi verið slegið á frest og gengur út frá því verkið fari aftur í útboð um leið og fjárhagslegar aðstæður leyfa.

 Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:00 

 

 

 

 

 

 

 

 

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00