Fara í efni  

Tómstunda- og forvarnarnefnd (2002-2008)

78. fundur 19. júní 2007 kl. 18:00 - 19:20

78. fundur tómstunda- og forvarnarnefndar Akraneskaupstaðar var haldinn á skrifstofu sviðsstjóra, Stillholti 16-18, þriðjudaginn  19. júní 2007 og hófst hann kl. 18:00.


 

Mætt á fundi:            Hildur Karen Aðalsteinsdóttir, formaður

Sigrún Ósk Kristjánsdóttir

Sæmundur T. Halldórsson

Bjarki Þór Aðalsteinsson,

Silvía Llorens Izaguirre,

Jón Þór Þórðarson, áheyrnarfulltrúi ÍA

 

Einnig sat Helga Gunnarsdóttir, sviðsstjóra fundinn og ritaði fundargerð.


 

 

Fyrir tekið:

 

1.      Ávísun á öflugt tómstundastarf. Umræður um hvernig ávísunin hefur reynst. Ríflega 60% grunnskólabarna nýttu ávísunina en gert var ráð fyrir að  80% myndu nýta sér ávísunina. Því var um ein milljón af áætluðum fjórum milljónum á fjárhagsáætlun 2006 sem ekki var nýtt. En þegar ákvörðun um ávísunina var tekin, gáfu íþrótta- og tómstundafélögin eftir tvær milljónir af umsaminni upphæð sem renna átti til þeirra.  Í fjárhagsáætlun fyrir árið 2007 var ekki gert ráð fyrir fjármunum til ávísana. Niðurstaðan umræðu í nefndinni er eftirfarandi tillaga: 

 

Milljónin sem ekki var nýtt, renni til aðildarfélaganna og verði bætt við úthlutun sem fram á að fara í lok ársins. Send verði ávísun til allra grunnskólanemenda í haust með gildistíma 1. september 2007 til 31. maí 2008. Upphæðin verði sú sama eða kr. 5000.-.  Reiknað er með 75% nýtingu og því þarf að bæta kr. 4.000.000 (umsýslugjald kr. 500 innifalið) við endurskoðun fjárhagsáætlunar ársins 2007. Hægt verði að nýta ávísunina til greiðslu æfinga- og félagsgjalda í 14 félögum  en Björgunarfélagið bætist í hóp þeirra félaga sem taka við ávísuninni. Einnig verði hægt að nota ávísunina til greiðslu skólagjalda í Tónlistarskólanum á Akranesi.

 

Nefndin óskar eftir afstöðu bæjarráðs til ofangreindrar tillögu.

 

2.    Erindi frá fundi bæjarráðs 7. júni sl.. þar sem erindi Ragnheiðar Þorgrímsdóttur er vísað til umsagnar tómstunda- og forvarnarnefndar. Nefndin telur nauðsynlegt að upplýsingar um viðhorf kennara og kostnað liggi fyrir áður en nefndin gefur umsögn.

 

3.     Önnur mál.  Nefndinni hefur borist þakkarbréf frá Grundaskóla vegna verðlauna sem veitt voru við skólaslit skólans.

 

 Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:20

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00