Fara í efni  

Tómstunda- og forvarnarnefnd (2002-2008)

59. fundur 01. ágúst 2006 kl. 17:00 - 18:50

59. fundur tómstunda- og forvarnarnefndar Akraneskaupstaðar var haldinn í fundarherbergi, Stillholti 16 -18, þriðjudaginn 1. ágúst 2006 og hófst hann kl. 17:00.


 

Mætt á fundi:            Hildur Karen Aðalsteinsdóttir, formaður

Silvía Llorens Izguirre
Sæmundur T. Halldórsson

Sigrún Ósk Kristjánsdóttir

Bjarki Þór Aðalsteinsson

 

Áheyrnarfulltrúi:        Jón Þór Þórðarson frá ÍA

            

Einnig sat Hörður Jóhannesson fundinn sem og Helga Gunnarsdóttir, sviðsstjóri sem ritaði fundargerð.


 

Fyrir tekið:

 

1.  Reglugerð vegna úthlutunar æfingatíma í íþróttaaðstöðu.

Árið 2002 samþykkti bæjarstjórn reglugerð þar sem fjallað er um húsaleigu- og æfingastyrki til aðildarfélaga ÍA.  Framundan eru viðamiklar breytingar á nýtingu íþróttahúsnæðis og því ástæða til að fara yfir gildandi reglugerð.  Jón Þór og Hörður gerðu grein fyrir tillögum að breytingum. Talsverðar umræður urðu um drögin. Formaður mun vinna áfram að nýjum reglum með Jóni Þór og Herði. Ný drög verða tekin fyrir á næsta fundi nefndarinnar.

 

Hörður Jóhannesson rekstararstjóri íþróttamannvirkja var á fundinum meðan liður eitt var til umræðu.

 

2. Önnur mál.

 • Sviðsstjóri upplýsti að Elínborg Halldórsdóttir sem veitt hefur Hvíta húsinu forstöðu hefur sagt upp störfum og miðast uppsögnin við 31. október.  Sviðsstjóri kynnti fundarmönnum  hugmynd að nýju skipulagi þessarra mála.
 • Sviðsstjóri kynnti hugmyndir Huldu Gestsdóttur að söngskóla í húsakynnum Hvíta hússins. Erfitt að gera sér grein fyrir hve mikil aðsókn verður að skólanum. Tómstunda- og forvarnarnefnd mælir með því við bæjarráð að Hulda fái aðstöðuna sér að kostnaðarlausu fyrsta skólaárið.
 • Rætt um mikilvægi þess að allir aðilar á Akranesi sem koma að forvarnarmálum verði kallaðir saman til fundar í lok september eða byrjun október.

 

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:50.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00