Fara í efni  

Tómstunda- og forvarnarnefnd (2002-2008)

57. fundur 09. maí 2006 kl. 17:15 - 18:15

57. fundur tómstunda- og forvarnarnefndar Akraness haldinn í bæjarþingsal, Stillholti 16 -18 , þriðjudaginn 9. maí 2006 kl. 17:15.


Mætt á fundi:              S. Pétur Svanbergsson, formaður

                                 Hildur Karen Aðalsteinsdóttir

                                 Þorsteinn Benónýsson

                                 Sævar Haukdal

Áheyrnarfulltrúi:        Jón Þór Þórðarson frá ÍA

                                

Einnig sat Helga Gunnarsdóttir sviðsstjóri fræðslu-, tómstunda- og íþróttasviðs fundinn og ritaði fundargerð.

 

Fyrir tekið:

1.        Undirbúningur 17. júní.

Tómas mætti á fundinn og skýrði þann undirbúning sem hefur farið fram. Stefnt er að því að dagskráin verði með svipuðu sniði og tvö undanfarin ár. Rætt um val á ræðumanni dagsins og fjallkonu.   Sviðsstjóra falið að leysa málið. Af þessu tilefni gerir nefndin þá tillögu að framvegis verði hátíðarhöld á vegum bæjarins án íhlutunar tómstunda- og forvarnarnefndar og viðburðarstjórnun verði alfarið falin markaðsdeild Akraneskaupstaðar.

 

2.        Forvarnir.

Sviðsstjóri kynnti forvarnardagskrá sem unnin var í samvinnu NFFA, Hvíta hússins, Arnardals, ÍA, íþróttamiðstöðvarinnar Jaðarsbökkum og samstarfsaðila í Borgarbyggð. Oddfellow hreyfingin stykti framtakið og eru henni færðar bestu þakkir fyrir. Það er vilji þeirra sem stóðu að vikunni að halda áfram með svipaða dagskrá að ári.

 

3.        Önnur mál.  

 • Málefni vinnuskólans.

Sviðsstjóri kynnti að fyrirkomulag og umfang vinnuskólans yrði með svipuðum hætti og undanfarin ár. Sótt verður um liðsstyrk til Svæðisvinnumiðlunar vegna leikjanámskeiða á vegum Skátafélagsins og vegna nemenda með fötlun í vinnuskólanum. Viðræður um samstarf við Björgunarsfélagið og námskeiðahald á þeirra vegum í tengslum við 9. og 10. bekk hafa átt sér stað.

 

 • Fundargerðir unglingaráðs Akraness lagðar fram

 

 • Sviðsstjóri upplýsti að bæjarráð hefur fallist á tillögur starfshóps um íþrótta- og tómstundaskóla sem taki til starfa næsta haust.

 

 • Auglýstur hefur verið styrkur til íþrótta- og tómstundafélaga. Umsóknarfrestur er til 15. maí. Það er skoðun sviðsstjóra og íþróttafulltrúa ÍA að ekki sé ástæða til að vera með úthlutun tvisvar á ári. Einfaldara sé að úthlutunin eigi sér stað einu sinni. Reiknað er með endurskoðun reglnanna í haust.
 • Bæklingur um sumarstarf Akraneskaupstaðar er í vinnslu og reiknað með að honum verði dreift í næstu viku.
 • Reiknað er með að um síðasta fund nefndarinnar sé að ræða á þessu kjörtímabili.

 

4.          Fundi slitið kl. 18:15

 

 

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00