Fara í efni  

Tómstunda- og forvarnarnefnd (2002-2008)

14. fundur 15. maí 2003 kl. 18:00 - 20:00

14. fundur í tómstunda- og forvarnarnefnd var haldinn í fundarsal bæjarskrifstofu,  fimmtudaginn 15. maí 2003 og hófst hann kl. 18:00.


Mættir:   Hjördís Hjartardóttir, formaður
 Eydís Líndal Finnbogadóttir. 
 Hallveig Skúladóttir
 Sævar Haukdal, ritari
Sviðsstjóri tómstunda- 
 og forvarnarsviðs:   Aðalsteinn Hjartarson.

Áheyrnafulltrúi frá ÍA:           Ingunn Ríkharðsdóttir.


Fyrir tekið:

 

1. Upplýsingar sviðsstjóra.
Sviðstjóri gerði grein fyrir helstu verkefnum sem hann hefur verið að vinna að undanfarið og hvað framundan er næstu vikur.

 

2. Umsóknir um sumarstörf við Vinnuskóla Akraness.
Nefndin samþ. fyrirliggjandi tillögu.

 

3. Leikjanámskeið.
Nefndin samþykkir Skátafélag Akraness sem umsjónaaðila leikjanámskeiða sumarið 2003.

 

4. Styrkumsókn sundfélagsins vegna sunddags fjölskyldunnar.
Nefndin fagnar framtaki sundfélagsins og samþykkir beiðni þess um frí afnot sundlaugarinnar á sunddegi fjölskyldunnar en vísar styrkumsókninni til afgreiðslu bæjarráðs.


5. Umsókn Kvennadeildar Knattspyrnufélags ÍA vegna 17.júní.
Nefndin samþykkir umsókn Kvennadeildar Knattspyrnufélgas ÍA um framkvæmd hátíðarhalda 17. júní 2003, en óskar eftir hugmyndum félagsins um framkvæmdina.
Nefndin felur sviðstjóra að útbúa verklagsreglur vegna 17. júní hátíðarhalda fyrir 1. október 2003.


6. Framtíðarsýn ? stefnumótun.
Vísað til frekari umræðu á næsta fundi.

 

7. Breytingar á ferðastyrksreglum Akraneskaupstaðar.
Sviðstjóra falið að afla gagna samkvæmt umræðum fundarins og erindinu vísað til næsta fundar.

 

8. Önnur mál.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 20.30

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00