Fara í efni  

Tómstunda- og forvarnarnefnd (2002-2008)

3. fundur 28. ágúst 2002 kl. 18:00 - 20:00

3. fundur í tómstunda- og forvarnarnefnd var haldinn í fundarsal bæjarskrifstofu, miðvikudaginn 28. ágúst 2002, og hófst hann kl. 18:00.

Mættir:   Hjördís Hjartardóttir, formaður,
 Katrín Rós Baldursdóttir,
 Hallveig Skúladóttir,
 Sævar Haukdal,
 Eydís Líndal Finnbogadóttir.
Áheyrnarfltr.  Sturlaugur Sturlaugsson.

Fyrir tekið:

1. Forvarnarmál.  Á fundinn mætti til viðræðna Sólveig Reynisdóttir, félagsmálastjóra.  Gerði hún nefndinni grein fyrir forvarnarmálum sem unnið hefur verið að undanfarin ár á vegum æskulýðs- og félagsmálaráðs og framkvæmdanefndar um fíkniefnamál.

2. Heimsókn í Bíóhöllina.  Nefndin fór í skoðunarferð í Bíóhöllina og ræddi við forstöðumenn hússins þá Ísólf Haraldsson og Árna Eyþór Gíslason varðandi rekstur hússins undanfarin misseri og þær hugmyndir sem þeir hafa um starfsemina framundan.

3. Önnur mál.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 20:00.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00