Fara í efni  

Tómstunda- og forvarnarnefnd (2002-2008)

2. fundur 21. ágúst 2002 kl. 18:00 - 20:00

Mættir: Hjördís Hjartardóttir, formaður,
 Katrín Rós Baldursdóttir,
 Hallveig Skúladóttir,
 Sævar Haukdal,
 Eydís Líndal Finnbogadóttir.

Auk þeirra bæjarritari Jón Pálmi Pálsson sem einnig ritaði fundargerð.

Fyrir tekið:

1. Kynning á Arnardal.  Viðræður við Einar Skúlason, æskulýðsfulltrúa.
Einar kynnti starfsemi Arnardals og Vinnuskólans undanfarin misseri svo og hugmyndir sínar um starfið framundan.  

2. Kynning á RKÍ húsinu.  Viðræður við Elínborgu Halldórsdóttur, rekstrarstjóra hússins.
Elínborg kynnti starfsemi hússins frá opnun þess og hugmyndir sínar um starfið framundan.

 3. Haustganga.
 Samþykkt að gangan verði að þessu sinni, laugardaginn 7. september n.k. undir Melabökkum í Leirár- og Melasveit í fararstjórn Björns Inga Finsen.  Formanni falið að annast frekari undirbúning málsins.

4. Ýmsar upplýsingar.
 Bæjarritari og formaður afhentu nefndarmönnum ýmis gögn varðandi starfsemi nefndarinnar, svo sem rekstrar- og framkvæmdasamninga við íþróttafélögin, lýsingu á núverandi málaflokkum nefndarinnar, útskrift úr bókhaldi ársins með hliðsjón af gildandi fjárhagsáætlun yfir íþrótta- og æskulýðsmálin.
  5. Önnur mál.
Ákveðið að næsti fundur verði haldinn þann 28. ágúst n.k.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 20:00.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00