Fara í efni  

Stjórn Lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar (2000-2006)

380. fundur 28. desember 2006 kl. 08:00 - 10:00

Fundur nr. 380 hjá stjórn Lífeyrissjóðs Akraneskaupsstaðar var haldinn fimmtudaginn 28. desember 2006 í fundarsal bæjarskrifstofu, Stillholti 16-18 og hófst hann kl. 08:00.


 

Mættir voru:                   Gísli S. Einarsson, formaður stjórnar

                                      Sævar Þráinsson

                                      Valdimar Þorvaldsson

 

Auk þeirra Andrés Ólafsson, framkvæmdastjóri sjóðsins.


 

Á fundinn mætti:

 

Jóhann Þórðarson endurskoðandi undir liðum 4-6 og 8.

 

Fyrir tekið:

 

1. Skýrslur Landsbankans:

 1.1. Mánaðarskýrsla 30.11.06.

Lögð fram.

 

2. Lífeyrir:

Sjá trúnaðarbók.

 

3. Réttindaflutningur v/leiðréttar lífeyrisgreiðslur:

Sjá trúnaðarbók.

 

4. Samkomulag  við Lífeyrissjóð starfsmanna sveitarfélaga um þjónustu og rekstur Lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar.

Jóhann Þórðarson skýrði samning við Lífeyrissjóð starfsmanna sveitarfélaga um rekstur og þjónustu Lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar sem honum og Andrés Ólafssyni framkvæmdastjóra lífeyrissjóðsins var falið að vinna að samkvæmt samþykkt stjórnar 08. desember 2006.

Stjórnin samþykkir fyrirliggjandi samning um rekstur og þjónustu Lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar við Lífeyrissjóð starfsmanna sveitarfélaga.

 

5. Tillaga að uppsögn á samningi Lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar og Landsbanka ? Landsbréfa um fjárvörslu dags. 12. júní 2002.

Stjórn lífeyrissjóðsins samþykkir að segja upp samningi Lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar og Landsbanka ? Landsbréfa um fjárvörslu dags. 12. júní 2002. Samningnum er sagt upp með sex mánaða fyrirvara frá 31. desember 2006 og komi til framkvæmda frá 30. júní 2007 með vísan í áðurnefndan samning.

 

6. Tölvupóstur frá Friðrik Nikulássyni - Landsbankanum um lífeyriskuldbindingu Akraneskaupstaðar.

Stjórn lífeyrissjóðsins beinir þeim tilmælum til Akraneskaupstaðar að skoðaðir verði kostir þess að greiða nettó áfallna skuldbindingu að hluta eða öllu leyti inn til lífeyrissjóðsins. Jafnframt samþykkir stjórnin að beina sömu tilmælum til annarra launagreiðenda sem aðild eiga að sjóðnum.

 

7. Fjármálaeftirlitið. Staðfesting á verklagsreglum um verðbréfaviðskipti.

Verklagsreglur um verðbréfaviðskipti lagðar fram. Reglurnar voru samþykktar í stjórn sjóðsins 12. júlí 2002.

 

8. Beiðni Faxaflóahafna um uppgjör lífeyrisskuldbindinga.

Jóhann Þórðarson lagði fram og skýrði minnispunkta um meðhöndlun á erindi Faxaflóahafna vegna uppgjörs lífeyrisskuldbindinga sem honum ásamt framkvæmdastjóra var falið að skoða og skila tillögu og greinargerð um.

Samþykkt að vísa málinu til nýs framkvæmdastjóra.

 

9. Önnur mál.

Undirskrift samnings við Lífeyrissjóð starfsmanna sveitarfélaga um rekstur og þjónustu Lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar fer fram kl. 10:00

Andrés vildi á þessum tímamótum, en starf framkvæmdastjóra flyst yfir til Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga, þakka stjórn lífeyrissjóðsins gott samstarf.

Formaður þakkaði framkvæmdastjóra fyrir hönd stjórnar vel unnin störf.

 

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 10:00

 

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00