Fara í efni  

Stjórn Lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar (2000-2006)

364. fundur 30. nóvember 2004 kl. 08:30 - 09:40

 Fundur nr. 364 hjá stjórn Lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar var haldinn í fundarsal bæjarskrifstofu, þriðjudaginn 30. nóvember 2004 og hófst hann kl. 08:30.


 

Mættir voru:               Gísli Gíslason, formaður stjórnar,

                                  Hörður Kári Jóhannesson,

                                  Jórunn Guðmundsdóttir.

 

Auk þeirra Andrés Ólafsson, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðsins. 

Fyrir tekið:

 

1. Skýrslur Landsbréfa.

1.1.    Ársfjórðungsskýrsla 01.10.04.

1.2.    Mánaðarskýrsla 01.11.04.

Lagðar fram.

 

2. Fjárfestingarstefna Lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar fyrir árið 2005.

Tillaga Landsbanka Íslands að fjárfestingarstefnu fyrir árið 2005.

Stjórnin samþykkir tillöguna, jafnframt sem framkvæmdastjóra er falið að undirrita viðauka B í samningi lífeyrissjóðsins og Landsbankans frá 12.06.2002 í samræmi við breytingu á fjárfestingarstefnu lífeyrissjóðsins.

 

3. Umsókn um veðleyfi.

Sjá trúnaðarbók.

 

4. Umsókn um veðbandslausn að hluta.

Sjá trúnaðarbók.

 

5. Lífeyrir.

Sjá trúnaðarbók.

 

6. Örorkulífeyrir.

Sjá trúnaðarbók.

         

7. Málefni Olivers Kristóferssonar kt. 260928-4309.

Sjá trúnaðarbók.

 

8. Úttektir á mismunandi lífeyrisformum.

Framkvæmdastjóra falið að ræða við tryggingastærðfræðing um að taka að sér útreikning hjá þeim aðilum sem hafa óskað eftir að lífeyrisréttur þeirra verði reiknaður út með tilliti til þess hvort hagstæðara sé fyrir þau að greiða áfram í Lífeyrissjóð Akraneskaupstaðar eða í almenna lífeyrissjóða.

 

9. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2005.

Stjórnin samþykkir framlagða fjárhagsáætlun fyrir árið 2005.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 9:40.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00