Fara í efni  

Stjórn Lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar (2000-2006)

353. fundur 31. mars 2003 kl. 13:00 - 14:30

Fundur nr. 353 hjá stjórn Lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar var haldinn í fundarsal bæjarskrifstofu mánudaginn 31. mars 2003 og hófst hann kl. 13:00.


Mættir voru: Gísli Gíslason, formaður stjórnar,
 Hörður Kári Jóhannesson,
 Jórunn Guðmundsdóttir.

Auk þeirra Andrés Ólafsson, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðsins.


Fyrir tekið:

1. Samþykktir Lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar. Tillaga að breytingum.


1.1. Tölvupóstur frá Vigfúsi Ásgeirssyni Talnakönnun, dags. 27.03.2003.
Lagður fram.

 

1.2. Skýring vegna meðaltalsreglu.
Lögð fram.

 

Stjórn Lífeyrissjóðsins samþykkir fyrrliggjandi tillögu að breytingum á samþykktum sjóðsins. Einnig samþykkir stjórnin að vísa breytingunum til kynningar á ársfundi sjóðsins og til afgreiðslu bæjarstjórnar og stjórnar St.Ak. Samþykkt að fela framkvæmdastjóra og Herði að kynna tillöguna fyrir stjórn St.Ak., en framkvæmdastjóra er samhliða þessu falið að leita álits fjármálaeftirlitsins.

 

2. Bréf Magnúsar Oddssonar dags. 18.02.2003.
Sjá trúnaðarbók.

 

3. Ársfundur Lífeyrissjóðsins.
Samþykkt að halda ársfund sjóðsins þriðjudaginn 15. apríl 2003 kl. 16:00 í bæjarþingsalnum Stillholti 16-18.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 14:30.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00