Fara í efni  

Stjórn Lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar (2000-2006)

352. fundur 17. mars 2003 kl. 08:30 - 10:40

Fundur nr. 352 hjá stjórn Lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar var haldinn í fundarsal bæjarskrifstofu mánudaginn 17. mars 2003 og hófst hann kl. 08:30.

_______________________________________________________________

Mættir voru: Gísli Gíslason, formaður stjórnar,
 Hörður Kári Jóhannesson,
 Jórunn Guðmundsdóttir.

Auk þeirra Andrés Ólafsson, framkvæmdastjóri lífeyrissjóðsins.

_______________________________________________________________

Fyrir tekið:

 

1. Ársreikningur Lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar fyrir árið 2002.
Jóhann Þórðarson endurskoðandi fór yfir og skýrði ársreikning Lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar fyrir árið 2002.
Stjórn sjóðsins samþykkir ársreikning Lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar fyrir árið 2002.

 

2. Talnakönnun hf., Lífeyrissjóður Akraneskaupstaðar tryggingafræðileg úttekt miðað við árslok 2002.
Lögð fram.

 

3. Skýrslur Landsbréfa.
3.1. Ársfjórðungsskýrsla  01.01.03.
3.2. Mánaðarskýrsla 01.02.03
3.3. Mánaðarskýrsla 01.03.03.
Lagðar fram.

 

4. Samþykktir Lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar. Tillaga að breytingum.
Stjórn sjóðsins fór yfir fyrirliggjandi tillögur að breytingum á samþykktum sjóðsins. Samþykkt var að að fela starfsmanni sjóðsins að leita álits sérfróðra aðila á breytingartillögunum og kynna þær fyrir stjórn St.Ak. Að því loknu mun stjórnin taka samþykktirnar til endanlegrar afgreiðslu og samþykktar.

 

5. Innra eftirlit. Drög að samningi.
Stjórn sjóðsins samþykkir fyrirliggjandi drög að samningi við Endurskoðunarskrifstofu Jóns Þórs Hallssonar. Framkvæmdastjóra falið að undirrita samninginn.

 

6. Örorkulífeyrir:
Sjá trúnaðarbók.

 

7. Makalífeyrir:
Sjá trúnaðarbók.

 

8. Nýtt örorkumat:
Sjá trúnaðarbók.

 

9. Bréf Magnúsar Oddssonar dags. 18.02.2003.
Sjá trúnaðarbók.

 

10. Ársfundur.
Stjórnin samþykkir að stefna að ársfundi um miðjan apríl.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 10:40.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00