Fara í efni  

Stjórn Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis

41. fundur 09. júlí 2014 kl. 16:30 - 18:15

Fundinn sátu:
Kristjana Helga Ólafsdóttir, formaður
Ólína Ingibjörg Gunnarsdóttir, aðalmaður
Kristján Sveinsson, aðalmaður
Margrét Magnúsdóttir, aðalmaður
Svanberg J. Eyþórsson, varamaður
Guðjón V. Guðjónsson, varamaður
Helga Atladóttir hjúkrunarforstjóri
Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri

Fyrir var tekið:
 
1) Kosning í stjórn
Lagt fram bréf frá bæjarstjórn Akraness, dags. 7.júlí 2014, þar sem fram kemur að eftirtaldir hafi verið kjörnir í stjórn Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis:
Aðalmenn: Kristjana Helga Ólafsdóttir, formaður, Ólína Ingibjörg Gunnarsdóttir og Kristján Sveinsson.
Varamenn: Atli Harðarson, Svanberg J. Eyþórsson og Guðjón V. Guðjónsson.
Einnig lagt fram bréf frá sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar, dags. 30.júní 2014, þar sem fram kemur að Margrét Magnúsdóttir hafi verið kosin aðalmaður og Daníel Ottesen varamaður í stjórn Höfða.
Ólína Ingibjörg Gunnarsdóttir var kjörinn varaformaður stjórnar.

2) Bréf PACTA lögmanna, dags. 18.júní varðandi Höfðagrund 21
Stjórn Höfða samþykkir fyrirliggjandi samkomulag og yfirlýsingu vegna sölu á Höfðagrund 21, Akranesi, fnr.210-0612.  Stjórnin felur framkvæmdastjóra að undirrita samkomulagið og yfirlýsingu.

3) Starfsemi Höfða
Framkvæmdastjóri og hjúkrunarforstjóri kynntu starfsemina og stöðu mála.

4) Önnur mál
Lagt fram tvö bréf frá Velferðarráðuneytinu dags.16.júní 2014.
a) Dvalarrýmum breytt í hjúkrunarrými.
Ráðuneytið fellst á að breyta fjórum dvalarrýmum í tvö hjúkrunarrými frá og með 16.júní 2014.  Eftir breytinguna verða 55 hjúkrunarrými og 21 dvalarrými á Höfða.

b) Hvíldarrými á Höfða, Akranesi.
Afrit af bréfi ráðuneytisins til Færni- og heilsumatsnefndar Vesturlands vegna hvíldarrýma á Höfða.
Stjórn Höfða vill taka fram að á fundi stjórnar Höfða þann 5.maí 2014 var samþykkt að breyta einu hjúkrunarrými í hvíldar- og skammtímarými.

Fundarmenn fóru í skoðunarferð um heimilið.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00