Stjórn Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis
1. Vistunarmál
Staðfest vistun fyrir 2 einstaklinga, sjá trúnaðarbók.
Staða á biðlistum 16.01.2026:
Hjúkrunarrými: 51 einstaklingar.
Hvíldarinnlagnir: 43 einstaklingar.
2. Sérhæfð dagdvöl
Framkvæmdastjóri kynnti hugmyndir að breytingum á fjölda sérhæfðra rýma í dagdvöl Höfða og tengt verkefni.
3. Launagreining
Framkvæmdastjóri fór yfir greiningu á þróun launakostnaðar síðustu ár.
4. Tímalína endurskoðunar og uppgjörs vegna ársins 2025
Framkvæmdastjóri kynnti áætlaða tímalínu vegna vinnu við uppgjör og endurskoðun í tengslum við ársreikning 2025.
5. Breyting á gjaldskrá vegna útleigu Höfðasalar
Framkvæmdastjóri lagði fram tvær tillögur í tengslum við gjaldskrá útleigu á Höfðasal:
a. Gjaldskrá Höfðasalar verður tengd við vísitölu neysluverðs og tekur sjálfkrafa breytingum 1. janúar ár hvert.
Samþykkt
b. Núverandi gjaldskrá Höfðasalar, sem ekki hefur tekið breytingum frá 1. janúar 2024, verður breytt í takt við hækkun vísitölu neysluverðs frá 1. janúar 2024 til 31. desember 2025 (lækkuð í næsta heila þúsund). Breytingin taki gildi 1. febrúar 2026.
Samþykkt
6. Ný heimasíða Höfða
Framkvæmdastjóri kynnti nýja heimasíðu sem er komin í loftið.
7. Starfsmannamál
a.Trúnaðarmál.
Afgreiðsla trúnaðarmál.
8.Tilboð Akraneskaupstaðar um samþætta þjónustu
Lagt fram. Framkvæmdastjóra falið að vinna málið áfram.
9. Önnur mál
a. Næsti fundur stjórnar
Skoðað með endurskoðanda þegar nær dregur hvort hentar betur að næsti stjórnarfundur verði 16. febrúar eða 2. mars 2026.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:39.





