Stjórn Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis
1. Vistunarmál
Staðfest vistun fyrir 6 einstaklinga, sjá trúnaðarbók.
Staða á biðlistum 10.12.2025:
Hjúkrunarrými: 56 einstaklingar.
Hvíldarinnlagnir: 50* einstaklingar.
Hjúkrunarforstjóri vekur athygli á því að allir sem eru á biðlista eftir hjúkrunarrými eiga einnig umsókn í hvíldarinnlögn, en í Heilsumatskerfinu skarast þessir listar að hluta. Á biðlista eftir hvíldarinnlögn eru 30 sem eiga ekki beiðni um hjúkrunarrými. Því er raunveruleg bið eftir hvíldarinnlögn 86 aðilar, þ.e. 56 + 30.
2. Greining á biðlista Höfða
Framkvæmdastjóri fór yfir greiningu á biðlista Höfða þar sem m.a. var fjallað um meðalbiðtíma eftir rými og aldursdreifingu.
Lagt fram.
3. Staðan á samskiptum við ráðuneytið vegna stækkunar Höfða
Framkvæmdastjóri fór yfir nýjustu samskiptin við tengilið Höfða í Félags- og húsnæðismálaráðuneytinu.
Lagt fram.
4. Kostnaðaruppgjör við eigendur vegna framvæmda við djúpgáma
Framkvæmdum við djúpgáma er lokið. Kostnaðaruppgjör við eigendur Höfða lagt fram.
Stjórn felur framkvæmdastjóra að senda uppgjörið á eigendur og óska eftir að þeir greiði sinn hlut.
5. Launagreining 2022-2025
Framkvæmdastjóri fór yfir launagreiningu.
Lagt fram.
6. Viðauki 3 við fjárhagsáætlun 2025
Viðauki 3 við fjárhagsáætlun Höfða fyrir árið 2025 ásamt greinargerð framkvæmdastjóra. Breytingar gera ráð fyrir hækkun á áætluðum tekjum um 600 þús. kr., laun hækka um 90,5 m.kr. frá áætlun og annar rekstrarkostnaður hækki um 52,5 m.kr. Rekstrargjöld hækka samtals um 143 m.kr. eða um 8,6% frá upphaflegri fjárhagsáætlun 2025. Rekstrarniðurstaðar ársins með viðauka 3 er neikvæð um 123,8 m.kr. í stað jákvæðrar afkomu upp á 18,5 m.kr. skv. upphaflegri fjárhagsáætlun 2025. Viðauki 3 gerir jafnframt ráð fyrir lækkun á handbæru fé um 105,3 m.kr. og verði 154,9 m.kr. í árslok 2025.
Stjórn Höfða samþykkir viðauka 3 við fjárhagsáætlun 2025.
7. Niðurstaða akstursþjónustuútboðs
Framkvæmdastjóri fór yfir málið.
Stjórn Höfða felur framkvæmdastjóra og formanni stjórnar að fylgja málinu eftir.
8. Starfsmannamál
a. Trúnaðarmál.
Afgreiðsla trúnaðarmál.
9. Önnur mál
a. Næsti fundur stjórnar
Lagt er til að næsti stjórnarfundur verði 19. janúar 2026 kl. 16:30.
Samþykkt.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:57.





